132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[16:56]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Í ræðu sinni sagði hæstv. heilbrigðisráðherra að Íslendingar hefðu skrifað undir rammasamning Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, um tóbaksvarnir. Í 8. gr. samningsins er staðfest að aðilar viðurkenni að vísindaleg gögn hafi með óyggjandi hætti sýnt að óbeinar reykingar valdi dauða, sjúkdómum, fötlun o.s.frv. Nú er ég hér með rannsókn sem gerð var af hálfu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en í henni segir að hún hafi ekki leitt í ljós vísbendingar um tengsl óbeinna reykinga og lungnakrabbameins. Fréttin kom fram í Daily Telegraph og síðan í Morgunblaðinu 12. mars 1998.

Rannsóknin er frá 1998 og þess vegna langar mig að spyrja hæstv. heilbrigðisráðherra (Forseti hringir.) hvort þessi rannsókn hafi verið lögð til grundvallar (Forseti hringir.) við samningu frumvarpsins og ef ekki, hvers vegna ekki.