132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[16:57]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum óbeinna reykinga á heilsufar fólks. Sú rannsókn sem vitnað er til er aðeins ein af mörgum, og rætt er um að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi stungið undir stól skýrslu sem gæti sannað að vísindaleg tengsl séu á milli óbeinna reykinga og lungnakrabbameins. Því er haldið fram að ekki hafi tekist að sanna það en sú fullyrðing er röng.

Fjölmargar rannsóknir styðja þetta og af því hafa menn auðvitað tekið mið við samningu frumvarpsins.