132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[17:08]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í fyrsta lagi vonast ég auðvitað til að þetta frumvarp verði samþykkt á vorþinginu og þá er aðlögunartíminn rúmt ár. Tíminn líður svona hratt.

Já, það er rétt að eftir þær viðræður sem ég hef átt við veitingamenn og forustu þeirra hafa ekki komið upp óskir um sérstök reykherbergi eða strompa á veitingastöðum. Ég hef ekki heldur lagt það til, m.a. vegna þess.