132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[17:41]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að biðja hv. þingmann að draga ekki of víðtækar ályktanir af því sem ég segi. Ég var bara að undirstrika að niðurstaða viðamestu rannsóknar um tengsl lungnakrabbameins og óbeinna reykinga er í andstöðu við þær rannsóknir sem tilteknar eru í greinargerð með frumvarpinu. Það er ekki samhljómur með henni og ýmsum fullyrðingum sem fram koma í frumvarpinu. Ég hlýt að spyrja hv. þingmann að því — hún getur komið svarinu að í andsvari eða ræðu sinni — hvort hún sé sátt við þær fullyrðingar sem fram koma í bæði greinargerð Lýðheilsustöðvar og greinargerð með frumvarpinu. Kviknar ekki á einhverjum viðvörunarbjöllum af þeim dæmum sem ég hef hér nefnt og hvernig haldið hefur verið á málum (Forseti hringir.) þegar menn draga ályktanir af (Forseti hringir.) þeim niðurstöðum sem vísað er til?