132. löggjafarþing — 55. fundur,  31. jan. 2006.

Tóbaksvarnir.

388. mál
[18:51]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að þessi rök standist enga skoðun, að hér sé ráðist á friðhelgi einkalífsins. Er það, að leyfa fólki ekki að reykja á meðan það er inni á veitinga- og skemmtistað, að ráðast að friðhelgi einkalífsins? Þetta sama fólk má ekki reykja í flugvél. Það er meira hneykslið og bara ráðast á friðhelgi einkalífs þessa fólks. Það má ekki reykja í bíó. Það er meira hneykslið og ráðist á friðhelgi einkalífs þessa fólks, eða hvað? Þessi rök bara halda ekki.

Það er rétt að ég sagði að ég hefði stutt þetta mál án þess að Samtök ferðaþjónustunnar hefðu komið fram með ályktun. Það er af því að ég hef djúpa sannfæringu fyrir því að mikilvægt sé að taka þetta skref. Fólk á veitinga- og skemmtistöðum á að búa við heilnæmt loft. Út á það gengur málið. Mér finnst það sjálfsögð krafa og sjálfsögð réttindi og tel að við eigum að afnema undanþáguna sem fyrst.