132. löggjafarþing — 56. fundur,  1. feb. 2006.

Málefni Fríhafnarinnar.

[12:29]
Hlusta

Hjálmar Árnason (F):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á að þakka fyrir að hafa fengið orðið um fundarstjórn forseta en ég vil líka taka það fram, og tel ástæðu til, að sú hefð hefur skapast að formenn þingflokka eru látnir vita ef til stendur að taka mál upp um störf þingsins. Það var í rauninni ákvörðun mín að gera það mjög seint en ég hafði samband við þá formenn þingflokka sem voru hér í salnum. Þeir gerðu ekki athugasemd við þetta og þar með urðu eiginlega tvö efni til umræðu, skattamálin og síðan málefni Fríhafnarinnar.

Ég taldi hins vegar, vegna þeirra frétta sem hafa heyrst að undanförnu, mikilvægt að fá úr þessu skorið. Ég vil nota tækifærið og þakka hæstv. fjármálaráðherra skýr svör sem ég túlka á þann veg að ekki standi til að gera breytingar. Þar með getum við andað rólega yfir þessu máli og það ber að þakka.