132. löggjafarþing — 56. fundur,  1. feb. 2006.

Leyfi til olíuleitar.

154. mál
[13:12]
Hlusta

Birkir Jón Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Ástu R. Jóhannesdóttur fyrir þessa fyrirspurn og ráðherra þau svör sem fram komu. Hér er um gríðarlega spennandi verkefni að ræða og ég held að það geti ekki dulist nokkrum manni að ef olía fyndist út af landgrunni Íslands jyki það náttúrlega auðlegð íslenska þjóðarbúsins en frekar. Við þurfum ekki nema að horfa í átt að frændum okkar, Norðmönnum, sem hafa efnast gríðarlega og eflt efnahag sinn mjög mikið.

Eins og hæstv. ráðherra sagði er mikilvægt að ganga frá lausum endum í lagasetningu þessu tengdri. Þetta er mjög umfangsmikið og flókið mál. Við í iðnaðarnefnd Alþingis ræddum þetta lauslega í haust ásamt fulltrúum frá iðnaðarráðuneytinu. Það er ljóst að mikið ferli er eftir en eins og ég sagði í upphafi er hér um mjög spennandi og krefjandi verkefni að ræða til framtíðar sem vonandi mun reynast okkur Íslendingum farsælt.