132. löggjafarþing — 56. fundur,  1. feb. 2006.

Skólafatnaður.

441. mál
[14:27]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Frú forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn frá hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni. Ég tek heils hugar undir að hæstv. menntamálaráðherra muni skoða þessi mál.

Ég minnist þess að fyrir 12 árum vorum við hjónin á smáeyju í Indónesíu. Þar var mikil fátækt, strákofar og allt eftir því en þar voru skólabúningar þannig að börnin voru öll í sams konar búningum, mjög snyrtilega klædd. Ég tel það geypilega mikið atriði að grunnskólanemendur séu ekki alltaf að spá í merki og aftur merki.

Virðulegi forseti. Ég hef lokið máli mínu.