132. löggjafarþing — 56. fundur,  1. feb. 2006.

Hjúkrunarþjónusta við aldraða.

423. mál
[15:18]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Ég tek til máls undir 3. lið í fyrirspurninni: „Finnst ráðherra boðlegt að aðskilja öldruð hjón eða sambýlisfólk mánuðum og árum saman síðustu æviárin á þennan hátt?“ Nei, segi ég, og yfirleitt eru málefni aldraðra alls ekki í þeim farvegi sem eldri borgarar eiga skilið. Ég minnist á skort á hjúkrunarheimilum og skattlagningu á eldri borgara. Við sem teljumst eldri borgarar eigum betra skilið en það umhverfi er núverandi stjórnvöld veita okkur.

Það væri gaman að sjá eftir u.þ.b. 12 ár þegar svonefnd 68-kynslóð kemst á minn aldur hvort hún sættir sig við það umhverfi sem ég og mér eldra fólk lifum við í dag, hæstv. heilbrigðisráðherra.