132. löggjafarþing — 57. fundur,  1. feb. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[16:06]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta frumvarp sem við greiðum nú atkvæði um er ekki stórt að vöxtum og það er sakleysið uppmálað. Það gengur ekki út á annað en að orkufyrirtæki fái að rannsaka vatnsafl og eigi það tryggt að fá þann kostnað endurgreiddan ef annað fyrirtæki fær virkjunarréttinn síðar. Það er nú allt og sumt. Um þetta hafa hv. þingmenn Vinstri grænna þurft að tjá sig mikið, svo klukkutímum skiptir. En ég er hrædd um að það hafi verið einhver misskilningur í því (HlH: Hjá hverjum?) hvernig staðið var að málum.

Ég ítreka það að þetta frumvarp gengur ekki út á annað en það sem ég kom inn á áður.