132. löggjafarþing — 57. fundur,  1. feb. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[16:09]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg):

Frú forseti. Hæstv. iðnaðarráðherra sagði hér í ræðustól að þetta frumvarp væri sakleysið uppmálað og hæstv. iðnaðarráðherra var einmitt sakleysið uppmálað á fjölmennum fundi í Listagilinu á Akureyri í gærkvöldi þar sem fjölmargir andstæðingar álvers á Norðurlandi voru mættir og nokkrir virkjunar- og álverssinnar líka reyndar. (Gripið fram í.) Það heyrðist ekki mikið í þeim á þessum fundi, þeir voru með ótakmarkaðan ræðutíma að sjálfsögðu. Ég segi nei við þessu frumvarpi vegna þess að þetta frumvarp er liður í álvæðingu Íslands og þessa álvæðingu viljum við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði stoppa og þessa álvæðingu vill þjóðin líka stoppa. Við spyrjum að leikslokum, frú forseti.