132. löggjafarþing — 57. fundur,  1. feb. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[16:12]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Fyrir þá sem standa vörð er mikilvægt að kalla ekki til hjálpar t.d. með kallinu úlfur, úlfur fyrr en hættan er ljós. Þetta frumvarp sem við greiðum atkvæði um er niðurstaðan á nokkuð löngu ferli þar sem stjórnarandstaðan sameinuð hefur náð verulegum árangri. Hún hefur gert það með því að það vilyrði sem sóst var eftir og var í lögunum um vatnsafl er nú einungis í gildi um hitaveitur. Auðvitað eru hættur hér og þar á ferð en ég vek athygli á því að með ákvæði til bráðabirgða er í raun og veru þannig gengið frá málum að ráðherra getur a.m.k. ekki veitt nýtingarleyfi nema þegar tveir eða fleiri sækja um og siðferðilega getur hún í raun og veru ekki veitt neinum einum nýtingarleyfi þar sem nefnd á að fjalla um málið og skila í formi lagafrumvarps 15. september á þessu ári. Ég segi því já.