132. löggjafarþing — 58. fundur,  2. feb. 2006.

Háskólar.

433. mál
[11:32]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta atriði snertir náttúrlega eitt af því sem frumvarpið sjálft snýst að meginhluta til um. Það eru þær gæðakröfur sem við gerum til háskóla. Háskólarnir setja sér líka ákveðin gæðaviðmið þegar þeir velja inn nemendur. En þetta ákvæði er til að hafa svigrúm fyrir háskólana, að meta það, og við erum hér að tala um raunfærni líka, að háskólarnir taki tillit til þeirrar raunfærni sem viðkomandi einstaklingur hefur yfir að ráða. Þetta hefur ekkert með niðurskurð eða eitthvað slíkt að ræða. Ég vil benda hv. þingmanni, sem kemur frá Akureyri, á að Háskólinn á Akureyri hefur sérstaklega tekið inn nemendur sem hafa ekki stúdentspróf. Háskólinn hefur metið það svo að þeir einstaklingar væru afskaplega færir til að stunda háskólanám og gera samfélagið þar með ríkara og auðugra.