132. löggjafarþing — 58. fundur,  2. feb. 2006.

Háskólar.

433. mál
[11:39]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Mér er það bæði ljúft og skylt að svara hv. þingmanni sem spyr þessara ágætu spurninga. Ég skal reyna að gera þetta þannig að hann skilji svarið. Það er verið að taka á því að samræma prófgráður. Hér er verið að fara sérstaklega yfir prófgráðurnar til að gera þær samræmanlegar á milli landa og einnig á milli skóla innan lands. Við ætlum að fara að lögleiða hér ETCS-einingar, sem eru alþjóðlegar, til að gera þetta allt miklu greiðfærara fyrir nemendurna og við ætlum að taka upp vottunarkerfi sem hefur ekki áður verið við lýði. Það er þannig að við fáum margar fyrirspurnir inn í ráðuneyti menntamála einmitt um það hvernig háskólar eru vottaðir, hvaða vottun þeir hafi og við erum með þessu að gera háskólum og ekki síst nemendum auðveldara að fara á milli háskóla. Þannig að þetta er óskaplega skýrt og ég vona að hv. þingmaður skilji ekki þetta svar mitt sem blaður.