132. löggjafarþing — 58. fundur,  2. feb. 2006.

Háskólar.

433. mál
[14:47]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi síðasta atriðið verð ég sérstaklega að geta þess að þær deildir eiga líka að fá rannsóknarframlag sem þær virðast ekki fá miðað við það reiknilíkan sem er í gildi. Þetta er hlutur sem háskólinn í ljósi sjálfstæðs háskóla og þeirra laga sem við búum við verður að skoða alveg sérstaklega. En ég vil geta þess að sú aðferð sem við erum að fara hér, að ræða fyrst ramsmalöggjöfina og fara síðar meir í umræðu um sérlögin um ríkisháskólana, er alveg sama aðferð og hefur verið viðhöfð áður. Fyrst er ramminn mótaður og síðan eru sérlögin sniðin að því sem búið er að samþykkja varðandi rammalöggjöf um háskóla. Þetta var gert á sínum tíma árið 1997, að mig minnir.