132. löggjafarþing — 58. fundur,  2. feb. 2006.

Grunnskólar.

447. mál
[15:53]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hvet hv. þingmann til þess að kynna sér niðurstöðu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það kemur skýrt fram hjá formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga og fleiri sem eru á sömu skoðun og hann að þetta komi ekki til með að skerða sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga.

Ég spyr bara: Eru sveitarfélög á öðrum Norðurlöndum með svakalega takmarkað vald í þessum efnum? Að sjálfsögðu ekki. Af hverju þora menn ekki að viðurkenna og tryggja réttarstöðu sjálfstætt rekinna skóla? Af hverju þora menn ekki að takast á við þá pólitísku spurningu? Menn gætu sagt: Við viljum að sjálfsögðu styrkja réttarstöðu þessara skóla því að það er í þágu nemenda, foreldra, í þágu fjölskyldna og skólasamfélagsins. Við fáum fjölbreytni í skólasamfélagið og ógnum ekki jöfnum tækifærum til náms. Við aukum fjölbreytnina.

Ég hvet hv. þingmann, sem alla jafna er nokkuð framsýnn, að ganga til liðs við mig í þessu mikilvæga máli.