132. löggjafarþing — 59. fundur,  6. feb. 2006.

Stjórn fiskveiða.

448. mál
[20:45]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Mig langar að spyrja hæstv. sjávarútvegsráðherra út í þetta frumvarp, m.a. vegna þess að við erum að ræða útför sóknardagakerfisins. Það er gengið frá því í 1. gr. Það væri fróðlegt að fá að heyra afstöðu hæstv. ráðherra til þess vegna þess að aflegging sóknardagakerfisins hefur leikið Vestfirði grátt og leitt til mikils aflasamdráttar. Það eru ekki einungis mín orð, heldur vitna ég til orða hv. þm. Einars Odds Kristjánssonar, þegar hann er spurður út í þennan samdrátt segir hann í Bæjarins besta á vefnum að efast megi um alla þætti fiskveiðistjórnarinnar. Það eru hans orð.

Vegna þess að hann studdi þetta óhæfuverk gagnvart Vestfirðingum langar mig að spyrja hæstv. ráðherra: Sér hann eftir því?