132. löggjafarþing — 60. fundur,  7. feb. 2006.

Hlutafélög.

404. mál
[14:59]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni, að einfaldur meiri hluti er aðalreglan á Alþingi. En hún er ekki algild hins vegar og við getum skoðað þingsköp til marks um það. Ég gerði ráð fyrir því að ákvæði í sérlögum eða samþykktum, einkum í sérlögum, t.d. hvað varðar Ríkisútvarpið, yrðu um aukinn meiri hluta. Í því samhengi eru nefnd hefðbundin hlutföll þótt ekki sé eðlilegt að nefna þau hér, þau geta verið eftir atvikum.

Í félagsstarfi er það yfirleitt þannig að þegar kveðið er á um aukinn meiri hluta þarf líka aukinn meiri hluta til að breyta þeirri grein, yfirleitt sama aukna meiri hluta. Ég hygg því að það sé tiltölulega auðvelt fundarskapatæknilegt og lögfræðilegt verkefni að ganga svo frá.