132. löggjafarþing — 60. fundur,  7. feb. 2006.

Hlutafélög.

404. mál
[15:00]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þetta hefur ekkert með fundartæknilegt atriði að gera. Þetta er spurningin um hvort meiri hluti á Alþingi hafi ekki löggjafarvald og hann hreinlega afnemur þetta ákvæði í sérlögunum, ákvæði sem krefst aukins meiri hluta á Alþingi, segjum tvo þriðju, þrjá fjórðu eða eitthvað slíkt. Meiri hlutinn afnemur það ákvæði fyrst með einföldum meiri hluta og svo gerir hann það sem honum dettur í hug.