132. löggjafarþing — 61. fundur,  8. feb. 2006.

Umhverfisvænar kröfur til fiskiskipaflotans.

451. mál
[14:00]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur fyrir þessa athyglisverðu og mikilvægu fyrirspurn.

Það er ljóst að hæstv. sjávarútvegsráðherra getur ekki komið þessum umrædda tæknibúnaði í skip með boðvaldi. En hann getur beitt áróðri og komið upplýsingum til útgerðarmanna á Íslandi. Með því að koma þessum búnaði í íslensk fiskiskip vinnst að minnsta kosti tvennt. Það leggst lóð á vogarskálar vistvænna veiða við Ísland og það er líka stuðningur við að halda þessu hátæknifyrirtæki á Íslandi. Ekki veitir af að íslensk stjórnvöld leggi lóð á þá vogarskál því ekki hafa þau búið svo gott rekstrarumhverfi fyrir íslensk fyrirtæki í dag.