132. löggjafarþing — 61. fundur,  8. feb. 2006.

Umhverfisvænar kröfur til fiskiskipaflotans.

451. mál
[14:01]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg):

Frú forseti. Hér er til umræðu mikilvægt mál og ber að þakka hv. fyrirspyrjanda Ástu R. Jóhannesdóttur fyrir það. Ég fagna líka svörum hæstv. sjávarútvegsráðherra. Að mínu mati er það misskilningur að ráðherra geti ekki beitt sér enn frekar á þessu sviði. Ég nefni t.d. skattaívilnanir eða beina styrki. Þetta er mjög mikilvægt mál. Eins og komið hefur fram í umræðunni þá getum við Íslendingar tekið forustu á þessu sviði og auðvitað er hér um hátækniiðnað að ræða, einmitt hátækniiðnað sem ríkisstjórnin hefur hrakið úr landi í stórum stíl með stóriðjustefnu sinni.

Þetta er einmitt dæmi um það sem við eigum að leggja áherslu á og það er ánægjulegt að fá stuðning frá t.d. formanni stjórnar Bakkavarar í (Forseti hringir.) þeim efnum.