132. löggjafarþing — 61. fundur,  8. feb. 2006.

Rekstur vöruhótela.

492. mál
[14:54]
Hlusta

Drífa Hjartardóttir (S):

Virðulegi forseti. Það er ekki mjög langt síðan að til var fyrirtæki sem hér Skipaútgerð ríkisins og nú er hv. þm. Jóhann Ársælsson að biðja um að komið verði á ríkisvöruhóteli. Mér líst engan veginn á þá tillögu hans en aðeins til að ræða þungaflutningana á vegum landsins þá er ég ekki viss um að þetta minnkaði þá til muna. Ekki veit ég hvernig hv. þingmaður ætlar að fara með fiskflutningana, hvort koma eigi þeim fyrir á vöruhóteli og svo mætti áfram telja. Mér finnst t.d. ekkert leiðinlegt að sjá þungaflutningabílana á vegunum. Það sýnir að eitthvað er að gerast í landinu. Fólk hefur atvinnu af því að keyra þessa bíla og af því að selja vörur og kaupa.