132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[11:15]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Ráðherra sem flytur dagskrármálin hefur óskað eftir því, sbr. 3. mgr. 63. gr. þingskapa, að ræða þau saman og hefur forseti fallist á það, að höfðu samráði við þingflokksformenn. Verður svo, ef enginn hreyfir andmælum. Tekin eru fyrir 1. og 2. dagskrármálið, stefnumótandi byggðaáætlun 2006–2009 og framvinda byggðaáætlunar 2002–2005. Umræðan um málin fer þá fram skv. 48. gr. þingskapa um skýrslur. Hefur ráðherra 30 mínútur í fyrri ræðu og 15 mínútur í seinni ræðu en aðrir þingmenn og ráðherrar 15 mínútur tvisvar.