132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[11:36]
Hlusta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er ekki pólitísk samstaða um það, segir ráðherrann, að taka upp endurgreiðslu til framleiðslufyrirtækja á landsbyggðinni á hluta flutningskostnaðar. Ég hef skilið það þannig, og nú leiðréttir ráðherra mig ef ég fer rangt með, að Framsóknarflokkurinn hafi heldur verið þessu hlynntur og þá hlýtur maður að spyrja: Hvar er hin pólitíska andstaða? Ef hún er ekki í Framsóknarflokknum, flokki ráðherrans, hlýtur hún að vera hjá samstarfsflokknum. Það væri ágætt að fá það bara upp á borðið í hverju hin pólitíska andstaða liggur, og hjá hverjum.