132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[11:40]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tók einmitt fram að ég er sammála því að þetta er góð aðferð og jákvæð. Það er annað hljóð í strokknum en þegar allt kemur að utan færandi hendi, þungaiðnaður t.d., og er látið hlunkast niður í samfélag þar sem það á ekki heima. Hins vegar vildi ég sjá að mun meiri áhersla væri lögð á þessa hluti. Það eru ekki nógu miklir peningar settir í þetta. Mér finnst að nú sé ástandið í Eyjafirðinum þannig að menn séu farnir, enn eina ferðina, að bíða eftir álveri.

Þetta drepur niður frumkvæði og kraft heimamanna sem ætla að skapa eitthvað nýtt. Það er það sem við eigum að byggja á.

Þess vegna verð ég fyrir vonbrigðum með svör hæstv. iðnaðarráðherra. Ég vil fá að sjá hvað kemur út úr þessari vinnu. Er það ekki borðleggjandi, hæstv. ráðherra?