132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[11:48]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel ekki skynsamlegt að veikja Byggðastofnun á Sauðárkróki. Mín skoðun er sú að skipulagið ætti að vera með þeim hætti að við værum með eina miðlæga Byggðastofnun og síðan sterk atvinnuþróunarfélög úti í héruðunum. Þannig teldi ég að þetta væri skilvirkast.

Sú stefna sem nú er keyrð áfram varðandi uppbyggingu þessara þjónustustofnana er mjög ómarkviss. Ég tel það mjög óheppilegt og draga mjög úr markvissu starfi sem hægt væri að vinna þarna. Ég skora því á hæstv. ráðherra að endurskoða stefnu sína og byggja upp öfluga Byggðastofnun á Sauðárkróki og síðan öflug atvinnuþróunarfélög um landið.