132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[14:23]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er svo sem ekki margt í þessu sem ég þarf að svara. Ég get tekið undir orð hv. þingmanna varðandi bankana. Það er því miður þannig að bankarnir lána mjög treglega inn á sum svæði landsins og það er eins og að það sé metið svo að ef fasteign eða eign sem á að lána í er úti á landsbyggðinni sé ekki hátt lánshlutfall í boði og kjörin jafnvel ekki. Reyndar veit ég um einstaklinga sem hafa fengið alveg hrein og klár svör um að viðkomandi banki lánaði ekki til ákveðinna staða. Það er mjög fúlt fyrir fólk að upplifa slíkt. Það á þá bæði við um þá sem eru í atvinnurekstri og reyndar líka þá sem eru að byggja sér hús.