132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[17:45]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi breytingar á tekjusköttum fyrirtækja þá liggur það fyrir að skatttekjur ríkissjóðs vegna tekjuskatta fyrirtækja hafa stórvaxið á undanförnum árum. (KLM: Fyrirtækin græða …) Það liggur alveg fyrir. Sem segir okkur að rekstrarumhverfi fyrirtækjanna er með þeim hætti að þau skila hagnaði og það gerist um allt land, sem betur fer, auðvitað með mismunandi hætti. Við þekkjum alveg hvernig það er. Menn sjá ekki alltaf nákvæmlega fyrir hvernig skattkerfisbreytingar koma út. En ég held að þessar skattkerfisbreytingar hafi verið fullkomlega eðlilegar.