132. löggjafarþing — 63. fundur,  9. feb. 2006.

Stefnumótandi byggðaáætlun 2006--2009.

391. mál
[17:51]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var svo sem út af fyrir sig ekkert sérstakt tilefni fyrir mig að koma hér upp aftur. En af greiðasemi við félaga minn góðan þá ætla ég að gefa honum kost á að koma aftur. En ég bara endurtek að auðvitað hafði ég væntingar til formanns Samfylkingarinnar. Það er bara eðlilegt og ég held að allir hafi ákveðnar væntingar til forustumanna stjórnmálaflokkanna. Það er bara eðlilegt. Þess vegna varð ég fyrir miklum vonbrigðum með ræðu hennar og ég endurtek það. Ég veit að þetta eru ekki einu vonbrigðin sem hafa komið fram varðandi væntingar til þessa ágæta hv. þingmanns.