132. löggjafarþing — 64. fundur,  10. feb. 2006.

Ummæli ráðherra í umræðu um byggðamál.

[10:50]
Hlusta

Einar Már Sigurðarson (Sf):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. forseta fyrir þau svör sem ég fékk við ræðu minni hér áðan. Það er eðlilegt að fólki geti orðið á mistök og það er eðlilegt og stórmannlegt að viðurkenna það þegar mistök eiga sér stað. Ég vil sem sagt sérstaklega þakka hæstv. forseta fyrir slíkt, en um leið segja að það hefði átt að vera hæstv. ráðherra fordæmi — sem hæstv. ráðherra mundi hefja sig upp með — að gera slíkt hið sama, þ.e. að viðurkenna að sér hefðu orðið á mistök í gær og biðjast afsökunar.