132. löggjafarþing — 64. fundur,  10. feb. 2006.

Heimild til að afsala til Landsvirkjunar vatnsréttindum og landi vegna Búrfellsvirkjunar.

456. mál
[12:58]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ef hv. þm. Magnús Stefánsson hefði hlýtt á mál mitt þá hefði hann fengið svarið við því. Ég sagði eitthvað í þá veruna, herra forseti, að að sjálfsögðu þyrfti að taka á og hreinsa óvissu hvað þetta varðar og snertir fyrirtækið.

Ég benti líka á, herra forseti, að þetta fyrirtæki væri alfarið í eigu opinberra aðila, ríkis og sveitarfélaga, og hafi líka verið það á sínum tíma þegar það var stofnað. Þess vegna ætti fyrsta skrefið í þessu að vera það að eignaraðilarnir hittust og ræddu hvort ekki væri hægt að komast að viðunandi niðurstöðu sem tryggði hæfilegt rekstrarrými og réttindi fyrirtækisins án þess að til þess kæmi að afsala eignarrétti á vatnsauðlindinni og öðru því sem nauðsynlegt kann að teljast fyrir virkjunina.

Þetta voru mín orð, herra forseti, og ég vona að hv. þm. Magnús Stefánsson hafi fylgst með þeim í þetta skiptið og átti sig á hvað ég hef sagt.