132. löggjafarþing — 64. fundur,  10. feb. 2006.

Umferðarlög.

503. mál
[16:47]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Skilaboðin sem eru send með frumvarpinu eru að því leyti mjög skýr að notkun ólöglegra vímuefna, ávana- og fíkniefna, eru algerlega forboðin hjá ökumönnum, en í gildi eru ákveðnar reglur um neyslu alkóhóls og þær reglur þekkja hv. þingmenn. Þær eru innan tiltekinna marka og ef um er að ræða ítrekuð brot er m.a. tekið tillit til þess hversu áfengismagnið er mikið þegar verið er að meta refsingu.

Skilaboðin eru hins vegar alveg skýr að eftir einn þá aki ei neinn, eins og hér var sagt á sínum tíma. Þetta er afar mikilvægt að fólk hafi í huga og þessar reglur eru mjög skýrar.