132. löggjafarþing — 65. fundur,  13. feb. 2006.

Varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá 8. þm. Reykv. s., Guðmundi Hallvarðssyni, dagsett þann 10. febrúar sl.:

„Þar sem ég get ekki sótt þingfundi á næstunni sökum veikinda óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykv. s., Lára Margrét Ragnarsdóttir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.“

Lára Margrét Ragnarsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

 

Borist hefur svohljóðandi bréf frá 3. þm. Suðurk., Guðna Ágústssyni, dagsett 10. febrúar sl.:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa og bréfs 1. varamanns á lista Framsóknarflokksins í Suðurk., Ísólfs Gylfa Pálmasonar, að 2. varamaður á listanum, Eygló Harðardóttir, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjum, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.“

Þá hefur borist bréf frá 1. varamanni Framsóknarflokksins í Suðurk., Ísólfi Gylfa Pálmasyni, dagsett þann 10. febrúar, þar sem segir að sökum anna geti hann ekki tekið sæti á Alþingi fyrir Guðna Ágústsson að þessu sinni.

Kjörbréf Eyglóar Harðardóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Eygló Harðardóttir, 3. þm. Suðurk., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]