132. löggjafarþing — 65. fundur,  13. feb. 2006.

Heyrnar-, tal- og sjónstöð.

514. mál
[16:22]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mig langaði til að vita hvort skýrar áætlanir væru um að efla t.d. túlkaþjónustu við heyrnarskerta og heyrnarlausa. Við vitum að fólk þarf í sumum tilfellum að panta slíka þjónustu með miklum fyrirvara og stundum gengur alls ekki að fá þjónustu af þeim toga. Á Akureyri er auðvitað hópur fólks sem býr við heyrnarskerðingu eða heyrnarleysi og þarf oft að fá aðstoð í námi, atvinnu eða almenna þjónustu.

Mig langar til að vita hvort um það eru til beinar tillögur, ekki almennt um að það eigi að efla það eða skoða það, frú forseti.