132. löggjafarþing — 67. fundur,  15. feb. 2006.

Barnaklám á netinu.

506. mál
[14:53]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf):

Frú forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Samfylkingarinnar, Söndru Franks, fyrir að hefja máls á fyrirbrigðinu „netsíur“ til að reyna að vernda þjóðina fyrir barnaklámi. Í mínum huga er barnaklám, sem er undirrót margs ills, ein sú stærsta skömm sem hvílir á mannkyninu í dag. Það má hvergi gefa eftir í baráttunni og ég bæði trúi því og treysti að bæði hv. þingmaður og hæstv. ráðherra í sínum kærleik taki hressilega á þessu máli.