132. löggjafarþing — 69. fundur,  16. feb. 2006.

Tilkynning um dagskrá.

[10:31]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Klukkan hálftvö í dag, að loknu hádegishléi, fer fram umræða utan dagskrár um aðbúnað aldraðra sem bíða eftir útskrift á LSH. Málshefjandi er hv. þm. Ásta R. Jóhannesdóttir. Hæstv. heilbrigðisráðherra Jón Kristjánsson verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.