132. löggjafarþing — 69. fundur,  16. feb. 2006.

Sveitarstjórnarmál.

407. mál
[11:02]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er auðvitað alltaf þannig þegar við setjumst niður yfir mál sem þessi og efnum til samráðs sýnist sitt hverjum um hvernig eigi að fara í það. Við buðum upp á að stjórnarandstaðan hefði aðgang að þessu máli sem hv. þingmaður nefnir hér. Niðurstaðan var sú að Samfylkingin, stærsti flokkurinn í stjórnarandstöðu, gerði tilkall til þess fulltrúa sem þar var boðið upp á að ætti sæti í umræddri nefnd. Vinstri grænum og frjálslyndum var boðið að eiga í kjölfar þess áheyrnarfulltrúa í starfinu en höfnuðu því. Þetta mál varðar fortíðina, hæstv. forseti, en þannig var þetta í pottinn búið og við skulum nú sjá hvernig framtíðin verður.