132. löggjafarþing — 69. fundur,  16. feb. 2006.

Sveitarstjórnarmál.

407. mál
[11:15]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er í sjálfu sér ekkert náttúrulögmál að fólk flytji hvaðanæva af landinu til höfuðborgarsvæðisins. Atvinna er undirstaða búsetu í landinu, það er alveg sama hvert við lítum. Mjög margir hafa séð sig tilneydda til að taka sig upp frá sínum heimastað og flytja þangað sem þjónustan er betri og oft og tíðum vantar atvinnu við hæfi eða bara atvinnu yfirleitt og þjónustu sem fólk þarfnast. Þetta er ekkert náttúrulögmál, auðvitað er hægt að hafa uppi aðgerðir sem styrkja búsetu út um landið til að vega upp á móti þeirri þróun sem verið hefur.