132. löggjafarþing — 69. fundur,  16. feb. 2006.

Sveitarstjórnarmál.

407. mál
[18:10]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það er greinilegt að hv. þingmaður óttast það mjög að við setjum saman lista á Akranesi og það virðist vera einhver skjálfti í samfylkingarmönnum þar. En ég vonast til að ég geti litið áfram á samfylkingarmenn sem samherja í því að berjast á móti þessu kerfi. Ég er einfaldlega að vísa til þess að Samfylkingin ber ákveðna ábyrgð í málinu að hafa ekki barist af meiri hörku og ég get einfaldlega litið í eigin barm. Ég hefði auðvitað átt að vera búinn að láta í mér heyra fyrir löngu og miklu kröftugar. Þannig eigum við að líta á hlutina og ég vona að þessi ræða verði til þess að brýna þá til að standa við stefnu sína en gefa ekkert eftir eða fara að hjala við einn eða neinn um að þetta verði óbreytt — ég vissi ekki nákvæmlega hvert þessi ágæti formaður var að fara á þingi LÍÚ en það er önnur saga. En ég vona að menn standi keikir að því að velta þessu kerfi úr sessi því annars er einsýnt hvert byggðir landsins fara. Menn þurfa ekki að fara í neinar grafgötur um það.

En ég vona að þetta verði til þess að Samfylkingin gefist ekki upp.