132. löggjafarþing — 69. fundur,  16. feb. 2006.

Sveitarstjórnarmál.

407. mál
[18:26]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það kom fram í þessari ágætu skýrslu að ýmsar dreifðar byggðir standa höllum fæti. Atvinnumálin skipta gríðarlega miklu máli fyrir þessar byggðir. En ég tel að ein byggðaaðgerð gæti kollvarpað búsetu margra en það væri ef framsóknarmenn stæðu við það sem stendur í stefnuskránni um að virða rétt sjávarjarða. Það væri fróðlegt að fá afstöðu hæstv. félagsmálaráðherra til þessa máls.