132. löggjafarþing — 70. fundur,  20. feb. 2006.

Kaupendur Búnaðarbankans.

[15:20]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég efast ekki um að hv. þingmaður hefur mikið álit á mér sem viðskiptaráðherra en ég vil bara segja honum að ég hef mikið álit á Fjármálaeftirlitinu og tel að það geti bara hreinlega metið það betur en ég hvort þarna sé ástæða til að fara sérstaklega ofan í mál einu sinni enn.

Ég get ekki annað en endurtekið það sem ég sagði áðan, mér finnst algjörlega óskiljanlegt að Samfylkingin skuli ekki vera komin lengra á þróunarbrautinni en svo að hún haldi að ég stjórni Fjármálaeftirlitinu, hún haldi það enn þá árið 2006. (Gripið fram í.)