132. löggjafarþing — 70. fundur,  20. feb. 2006.

Raforkumálefni.

348. mál
[16:38]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég er að benda á þann ágalla í skýrslunni að það kemur ekki skýrt fram hvort um er að ræða hækkun fyrir heildina í kerfinu eða ekki. Menn eru að velta því fyrir sér hvort rafmagn sé að hækka eða lækka og það ætti að koma skýrt fram í svona skýrslu. Það hefði einnig átt að koma fram í skýrslunni hvort þau mörk sem menn setja sér, t.d. á bls. 17, um það að ekki sé farið yfir ákveðin tekjumörk, séu haldin eða ekki, en ekki eingöngu að setja þetta fram þannig að ómögulegt sé fyrir þá sem lesa skýrsluna að sjá hvort verðið er almennt að hækka eða lækka.