132. löggjafarþing — 70. fundur,  20. feb. 2006.

Raforkumálefni.

348. mál
[16:44]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú er ég alveg innilega sammála hv. þingmanni og það varðar sparnaðinn, (KolH: Kom að því.) sparnaðarátak. Þess vegna bind ég vonir við það sem við erum að gera á Akureyri. Það er búið að ráða sérstakan starfsmann til þess að halda utan um orkusparnaðarátakið — ég veit ekki alveg hvort það má kalla það átak en alla vega orkusparnað. Því er ekki að leyna að tekist er á um þetta atriði í sambandi við húshitunarmálin. Það gefur augaleið að ef við greiðum óendanlega niður húshitunarkostnað þá er kannski ekki mikill hvati til staðar til þess að fólk reyni að haga málum þannig að það þurfi að nota minni orku til upphitunar — ég er ekki að tala um að fólk eigi að hafa kalt hjá sér en það er víða bruðlað með rafmagn, það er ekkert hægt að neita því.

Hvað hitt málið varðar þá var það mat á landslagsheild t.d. sem þarf að fara betur yfir.