132. löggjafarþing — 71. fundur,  21. feb. 2006.

Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð.

139. mál
[17:22]
Hlusta

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður getur svo sannarlega tekið orð mín þannig að ég sé að hvetja til að viðkomandi skóli verði settur á stofn. Mér finnst það mjög jákvætt mál og fagna því að hv. þm. Birkir Jón Jónsson er búinn að fylgja því mjög vel eftir.

Ég held svo sem að það sé alveg ástæðulaust að vera sérstaklega að brýna núverandi stjórnvöld til að vinna vel í menntamálum. Ég held að þau hafi staðið sig virkilega vel og muni halda áfram að gera það hvort sem það verður með stofnun þessa skóla eða hvað varðar önnur mál, þá held ég að það muni gerast.