132. löggjafarþing — 72. fundur,  22. feb. 2006.

Dagpeningar til foreldra langveikra barna.

523. mál
[13:25]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf):

Frú forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda Söndru Franks fyrir þessa fyrirspurn. Eins og fram hefur komið í umræðunum fylgja iðulega miklir erfiðleikar því ef langveikt barn er á heimili. Ég tel mjög eðlilegt og réttlátt að taka upp dagpeninga eins og hér er lagt til.

En varðandi frumvarpið er hæstv. heilbrigðisráðherra minntist á áðan, um aðstoð við foreldra langveikra barna, þá erum við ekki sammála að það sé til mikilla hagsbóta fari það í gegn óbreytt. Þar er einungis um 93 þús. kr. greiðslu á mánuði að ræða í um þrjá mánuði, rétt eftir greiningu. Það frumvarp er því miður hálfgerð nánös og ekki til mikilla bóta fari það í gegn óbreytt.