132. löggjafarþing — 74. fundur,  23. feb. 2006.

Fjármálaeftirlit.

556. mál
[16:03]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og hv. þingmaður hlýtur að gera sér grein fyrir er það stofnunarinnar sjálfrar að taka þá ákvörðun hvort hún fer ofan í þetta mál eða ekki. Það þarf enginn að beina því til hennar. Fjármálaeftirlitið gætir hagsmuna allra. Þess vegna veit ég ekkert um hvað Fjármálaeftirlitið er að gera hverju sinni. Þess vegna getur vel verið að það sé að fara yfir þetta mál. Ég get ekki svarað því. Og þannig vil ég hafa þetta umhverfi og þessa stjórnsýslu.