132. löggjafarþing — 75. fundur,  2. mars 2006.

Varamaður tekur þingsæti.

[10:30]
Hlusta

Forseti (Jónína Bjartmarz):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá formanni þingflokks Samfylkingarinnar, Margréti Frímannsdóttur, dagsett 1. mars:

„Þar sem Sandra Franks, varamaður Rannveigar Guðmundsdóttur, 2. þm. Suðvest., getur ekki lengur setið á Alþingi óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Jón Kr. Óskarsson, Hafnarfirði, taki sæti á Alþingi í hennar stað sem varamaður í veikindaforföllum Rannveigar Guðmundsdóttur.“

Jón Kr. Óskarsson hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á Alþingi á ný.