132. löggjafarþing — 75. fundur,  2. mars 2006.

Almenn hegningarlög.

209. mál
[12:59]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Hæstv. forseti. Nú er rætt frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum. Ég fagna þessu frumvarpi sérstaklega. Ég hef í sjálfu sér litlu við góða greinargerð hv. þm. Ágústs Ólafs Ágústssonar að bæta. Ég tel mjög aðkallandi og bráðnauðsynlegt að samþykkja þetta frumvarp og þó fyrr hefði verið.