132. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2006.

Einkahlutafélög.

462. mál
[10:35]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum, upplýsingaákvæði, frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd.

Þetta mál er samhliða því máli sem við ræddum áðan og ætla ég ekki að fara nánar út í það. Þetta er nákvæmlega sami hluturinn nema þetta mál varðar einkahlutafélög en þau eru um 20 þúsund og flest þeirra hafa ekki heimasíðu þannig að það ákvæði væri mjög erfitt í framkvæmd.

Þarna er gerð sambærileg breyting eins og áður, þ.e. að í stað orðanna „heimasíðu hlutafélaga og útibúa þeirra“ í 1. gr. komi: vef hlutafélaga og útibúa þeirra ef til er.

Undir þetta nefndarálit rita hv. þm. Pétur H. Blöndal, Dagný Jónsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Siv Friðleifsdóttir og Lúðvík Bergvinsson.

Fjarverandi voru hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson sem hafði leyfi þar sem hann var við jarðarför þegar nefndarálitið var tekið út.

Um þetta er ekkert frekar að segja en málið sem var hér áðan.