132. löggjafarþing — 77. fundur,  6. mars 2006.

Útgáfa starfsleyfa til stóriðju.

[15:22]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Hæstv. umhverfisráðherra er með útúrsnúninga hér. Ég var að spyrja um túlkun á ákvæðinu. Ég var að spyrja hvernig hæstv. ráðherra mundi svara því ef hún stæði í þeim sporum sem stefnir í að hún komi til með að standa í. Og hæstv. ráðherra á að geta svarað hvort hún sé sammála því og hvort hún sé tilbúin til þess — ef hún verður umhverfisráðherra þá, sem ég er kannski ekki að spá að verði — þegar kemur til þess að skrifað verði undir nýjan loftslagssamning að þá þurfi Íslendingar að koma knékrjúpandi og biðja um viðbótarkvóta og ef þeir fá hann ekki geti þeir ekki skrifað undir óbreyttan samning. Er hæstv. umhverfisráðherra tilbúin til að ganga þessa göngu?

Ég spyr vegna þess að mér finnst full ástæða til að við fáum svör við því. Mér finnst líka full ástæða til að við fáum svör við því hvort umhverfisráðherra er tilbúin til að hafa þessi lög óbreytt þannig að hún þurfi að skrifa undir allan innflutning á mengunarkvótum, hve mikill sem hann verður. En þannig eru lögin í landinu núna. (Gripið fram í.)